Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 604  —  377. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um úttekt á nýtingu lítilla orkuvera.

Flm.: Árni Johnsen.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á nýtingu og þróunarmöguleikum lítilla orkuvera þar sem kannað verði hvort hagkvæm uppbygging lítilla sjálfstæðra orkuvera gæti samanlagt jafnast á við stóra virkjun.
    Niðurstaða úttektarinnar verði lögð fyrir Alþingi.

Greinargerð.


    Á Íslandi eru nú um 300 lítil orkuver, flest við býli í sveitum. Hefur þeim fækkað nokkuð á undanförnum árum, en þau voru um 1.000 fyrir 30 árum. Þó er ekki að finna í opinberum gögnum heildstæðar upplýsingar um það. Framleiðslugeta litlu orkuveranna er umtalsverð, eða yfir 4 megavött, og yfirleitt meiri en einstök býli geta nýtt. Hefur nýting orku frá þeim því ekki verið sem skyldi. Menn sjá sér þó hag í að setja upp slík orkuver og eru túrbínu­smiðir hlaðnir verkefnum fram yfir aldamót.
    Virkjanir og orkumál eru nú mikið til umræðu og þykir flutningsmanni tillögunnar rétt að áður en ráðist er í framkvæmdir við stóra virkjun á hálendinu verði kannað hvort ekki sé hagkvæmara að styrkja lítil orkuver vítt um landið og nýta betur það rafmagn sem þau framleiða og geta framleitt. Líklegt er að með tiltölulega litlum tilkostnaði væri hægt að framleiða 30–60 megavött í litlum orkuveitum við bæjarlækinn heima, eins og sagt er, eða á við það sem Nesjavallavirkjun eða Hitaveita Suðurnesja framleiða.
    Meðfylgjandi er yfirlit yfir þá staði þar sem rekin eru lítil orkuver, skipt eftir sýslum.




Fylgiskjal.


Skrá yfir einkarafstöðvar árið 1998.


Rafstöðvar í fullum rekstri.


Gullbringu- og Kjósarsýsla. Staður, Ísólfsskáli.

Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Hagi, Stóri-Ás, Giljar, Húsafell I og II, Húsafell (orlofshús), Kalmanstunga, Víghóll (veiðihús).

Snæfells- og Hnappadalssýsla
. Mýrdalur, Heggsstaðir, Borg I og II, Hjarðarfell, Þverá, Elliði (sumarhús), Syðri-Knarrartunga, Brokey, Öxney, Rifgirðingar, Galtarey (sumarhús).

Dalasýsla. Giljaland, Breiðabólsstaður, Breiðabólsstaður (sumarhús), Purkey, Kleifar I og II.

Austur-Barðastrandarsýsla. Gróustaðir, Garpsdalur, Flatey, Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar.

Vestur-Barðastrandarsýsla. Vesturbotn, Kvígindisdalur I, Kvígindisdalur II, Hnjótur I, Geitagil, Tunga I og II, Hænuvík I og II, Tunguþorp, Eysteinseyri, Lambeyri, Kvígindisfell, Hjallatún, Fremri-Hvesta, Feigsdalur, Foss.

Vestur-Ísafjarðarsýsla. Ós og Laugaból, Lækur, Botn og Birkihlíð, Vaðlar.

Norður-Ísafjarðarsýsla. Eyri við Seyðisfjörð, Vigur, Bjarnastaðir (sumarhús).

Strandasýsla. Ófeigsfjörður, Þambárvellir I, Þambárvellir II, Símstöðin Brú í Hrútafirði.

Vestur-Húnavatnssýsla. Reykir, Þorgrímsstaðir.

Austur-Húnavatnssýsla. Hafnir, Víkur, Ásbúð, Kárdalstunga, Grund I og II, Hveravellir, Geitaskarð, Glaumbær (fjárhús), Þverá, Núpur, Fossar.

Skagafjarðarsýsla. Fagranes, Sleitu-Bjarnastaðir, Vatn, Fremrikot.

Eyjafjarðarsýsla. Brimnes, Karlsá, Melar, Hofsá, Ytra-Hvarf, Syðra-Hvarf, Leifsstaðir/ Fífilgerði/Króksstaðir, Þormóðsstaðir, Eyvindarstaðir/Draflastaðir.

Suður-Þingeyjarsýsla. Ysta-Vík, Hléskógar, Skarð, Víðivellir, Nes og Tungunes, Lundur og Mörk, Reykir og Selland, Vésteinsstaðir (sumarhús), Syðri- og Ytri-Hóll, Fornhólar/Fornastaðir, Fjósatunga, Hallgilsstaðir/Sólvangur, Kambsstaðir/Birningsstaðir, Sigríðar­staðir, Birkihlíð, Stóru-Tjarnir, Ljósavatn, Fremstafell/Hrifla, Arnstapi, Öxará, Vatnsendi, Holtakot, Ystafell, Fell og Hlíð, Fellssel, Gvendarstaðir, Geirbjarnarstaðir/Syðri-Skál, Granastaðir, Ártún og Árteigur, Nípá, Björg, Svartárkot, Víðiker, Stóra-Tunga I, Stóra-Tunga II, Bjarnastaðir/Rauðafell, Sigurðarstaðir/Sunnuhvoll, Halldórsstaðir I og II, Engi, Ingjaldsstaðir, Skógar, Sólbakki, Miðgarður, Krosshús.

Norður-Þingeyjarsýsla. Sandfellshagi II, Hafrafellstunga I og II, Smjörhóll, Leifsstaðir, Þverá, Valþjófsstaðir I–III, Brekka, Sveinungsvík, Kollavík, Ártún (sumarhús), Hólssel (sumarhús), Nýhóll.

Norður-Múlasýsla. Helluland og Saurbær, Víðidalur, Möðrudalur (RARIK), Skjöldólfsstaðir I og II, Hofteigur, Hvanná I og II, Fossvellir, Skriðufell, Vörðubrún/Hallgeirsstaðir, Mið­húsasel (sumarhús), Geitagerði, Droplaugarstaðir, Hánefsstaðir, Sólbakki, Brekkukot (sum­arhús), sumarhús Jens Péturssonar.

Suður-Múlasýsla. Litla-Sandfell, sumarhús við Litla-Sandfell, Hryggstekkur, Þorvaldsstaðir, Flaga, Arnkelsgerði, Ormsstaðir, Brekka, Bakkastaðir, Kolmúli I og II, Lækjamót, Þor­grímsstaðir, Þorvaldsstaðir, Skáli, Eyjólfsstaðir I og II.

Austur-Skaftafellssýsla. Jöklaferðir, Kvísker, Hof (austurhús), Litla-Hof III, Svínafell I, Svínafell II og III.

Vestur-Skaftafellssýsla. Kálfafell I og II o.fl., Maríubakki, Hvoll, Núpar, Seljaland/Dalshöfði, Teigingalækur, Slétta, Þverá, Hörgsdalur, Prestbakkakot, Mörtunga I, Mörtunga II, Hruni, Kirkjubæjarklaustur, Hæðargarður/Ytri-Tunga, sumarhús Kr. Guðbr., Ásgarður, Hátún o.fl., Þykkvibær I, Ytra-Hraun, Seglbúðir, Hólmur, Botnar, Svínadalur, Fagridalur, Skeiðflötur, Fóðurbætisverksmiðjan.

Rangárvallasýsla. Þorvaldseyri, Seljaland I, Seljaland II, Sauðhúsvellir, Syðsta-Mörk, Fljótsdalur og Fljót, Barkarstaðir, Háimúli og Eyvindarmúli, Gunnarsholt/Akurhóll, Galta­lækur, Leirubakki, gistiskáli Austurleiðar.

Árnessýsla. Kerlingarfjöll (skíðaskáli), Haukadalur, Miðdalur, Eyvindartunga, Lækjarhvammur I og II, Stóra-Borg, Hraunprýði, Nesjavöllum, tilraunahús Hitaveitunnar á Nesjavöllum.