Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 742  —  444. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



     1.      Hvað líður könnun á högum kvenna í landbúnaði, svo sem varðandi eignarhald, búrekstur, réttindi og skyldur, sbr. lið 8.1 í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna? Hvenær er niðurstaðna að vænta úr könnuninni?
     2.      Hvað líður gerð fræðsluefnis um jafnréttismál o.fl. fyrir konur og karla í bændastétt, sbr. lið 8.2 í framkvæmdaáætluninni?
     3.      Hvað líður könnun á stöðu jafnréttismála í ráðuneytinu og hjá þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 8.5 í framkvæmdaáætluninni?
     4.      Hvað líður gerð jafnréttisáætlana hjá ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 8.5 í framkvæmdaáætluninni?


Skriflegt svar óskast.