Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 771  —  382. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um markaðssetningu íslenska hests­ins.

     1.      Hvernig hefur verið staðið að markaðssetningu íslenska hestsins í Norður-Ameríku, Englandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, Færeyjum og á Grænlandi?
    Markaðssetning í þeim löndum sem hér eru tilgreind hefur fyrst og fremst verið unnin af einstaklingum og fyrirtækjum tengdum hrossaútflutningi. Mest hefur útbreiðslan orðið í Þýskalandi, enda hefur lengst verið starfað þar og margir Íslendingar sest þar að í þeim til­gangi m.a. að vinna að sölu hrossa. Markaðssetning hefur farið fram með sýningarhaldi, gerð og dreifingu kynningarefnis, mótshaldi, reiðkennslu og uppbyggingu reiðskóla, umfjöllun í fjölmiðlum o.fl.

     2.      Hvenær hófst markaðsstarf í hverju þessara landa fyrir sig og hverjir hafa unnið að markaðssetningunni?
    Markaðssetning íslenska hestsins í Evrópu hófst upp úr 1950, m.a. fyrir forgöngu Gunnars Bjarnasonar. Samband íslenskra samvinnufélaga og Búnaðarfélag Íslands unnu að þessari markaðssetningu í upphafi, en hin síðari ár hafa það hins vegar fyrst og fremst verið einstak­lingar, bæði Íslendingar sem og aðilar búsettir í viðskiptalöndunum. Félag hrossabænda var öflugur stuðningsaðili þessara mála og hjá félaginu starfar nú markaðsfulltrúi sem sinnir þjónustu við erlenda markaði, tekur þátt í sameiginlegum markaðsverkefnum og vinnur markaðskannanir o.fl. erlendis.

     3.      Hvaða áform eru um markaðsstarf í áðurnefndum löndum?
    Útflutningur hrossa er fyrst og fremst í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Ekki eru tiltækar upplýsingar um áform einstakra aðila um markaðssetningu í þeim löndum sem fyrir­spurnin varðar. Hins vegar liggur fyrir að Félag hrossabænda er aðili að stóru kynningar­verkefni í Bandaríkjunum sem ætlunin er að ýta úr vör fljótlega. Að því standa útflutnings- og markaðsnefnd fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins, hrossabændur, útflytjendur hrossa, erlendir aðilar og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins í New York. Einnig hefur Félag hrossabænda unnið að undirbúningi sýningarhalds á Bretlandseyjum sem og kynningum í tengslum við heimsmeistaramótið í Þýskalandi nk. sumar í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga.

     4.      Hversu mörg íslensk hross hafa verið seld til hvers þessara landa?
    Sjá eftirfarandi töflu.


Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




     5.      Hver er markaðshlutdeild íslenskra hesta sem ræktaðir eru í framangreindum löndum samanborið við hesta sem seldir eru héðan?
    Ekki eru til upplýsingar um markaðshlutdeild hrossa frá Íslandi á móti innlendri ræktun í viðskiptalöndum. Í eftirfarandi töflu má hins vegar sjá hver heildarfjöldi íslenskra hrossa er erlendis samkvæmt könnun markaðsfulltrúa Félags hrossabænda:

    Þýskaland          45.000      *
    Danmörk          15.000
    Svíþjóð          7.000      **
    Austurríki          6.000
    Sviss          5.000
    Noregur          5.000
    Frakkland          5.000
    Holland          4.500
    Bandaríkin          1.200      ***
    Kanada          1.000
    Finnland          700
    Belgía          600
    Bretland          400
    Færeyjar          140
    Ítalía          121
    Lúxemborg          120
    Slóvenía          100
    Írland          50

     *     Ýmsir telja að enn fleiri íslensk hross séu í Þýskalandi, t.d. hafa forsvarsmenn Samtaka eigenda íslenskra hesta (IPZV) þar sagt opinberlega að allt að 60.000 íslensk hross séu í Þýskalandi.
     **     Þetta er sá fjöldi hrossa sem er skráður hjá Sænsku Íslandshestasamtökunum (SIF), en forsvarsmenn þar telja að með unghrossum og óskráðum hrossum séu allt að 10.000 íslensk hross í Svíþjóð.
     ***    Skráð hross í Bandaríkjunum eru um 750 en Íslandshestasamtökin þar segja töluna 1.200 nær fjöldanum eins og hann er í raun og veru.
     Heimild: Félag hrossabænda.

     6.      Hverjir hafa sótt um stuðning til markaðssetningar hesta í þessum löndum sl. 10 ár? Hverjir hafa fengið stuðning?
    Frá því að útflutnings- og markaðsnefnd hóf að úthluta styrkjum til útflutnings- og mark­aðsmála árið 1996 hafa eftirtaldir aðilar hlotið styrki til markaðsverkefna í þeim löndum sem talin voru upp í fyrirspurninni:
     1.      Sigurbjörn Bárðarson og Axel Ómarsson, til áframhaldandi markaðsstarfs í Ameríku.
     2.      KAM, kvikmyndafyrirtæki, Konráð Gylfason, til markaðsstarfs í Frakklandi.
     3.      Sigurður Marínusson, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     4.      Hestaíþróttasamband Íslands, til markaðsstarfs í Noregi.
     5.      Haraldur Þórarinsson og Hjörtur K. Einarsson í samstarfi við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     6.      Anders Hansen, hrossabú á Árbakka, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     7.      Baldvin Ari og Sigurbjörn Bárðarson, Equitana, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     8.      Gunnar Arnarson, til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     9.      Sölusamtök íslenskra hrossabænda, til markaðsstarfs í Kanada og Ameríku.
     10.      Árbakki – hrossaræktarbú, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.

    Eftirtaldir aðilar hafa sótt um styrk til markaðsstarfa í sömu löndum en ekki fengið:
     1.      Icehorse USA, Valur Blomsterberg, til markaðsstarfs í Kaliforníu.
     2.      Sigrún Brynjarsdóttir, Akureyri, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     3.      Fákar ehf., Magnús Bjarnason, til markaðsstarfs í Evrópu.
     4.      Herbert Ólason og Ásgeir Herbertsson, til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     5.      Anders Hansen, Hellu, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     6.      Eiðfaxi ehf., til markaðsstarfs í Noregi.
     7.      Helgi Leifur Sigmarsson, til markaðsstarfs í Sviss.
     8.      Þórir Magnús Lárusson, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi og Stóra-Bretlandi.
     9.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     10.      Sigurbjörn Bárðarson og Axel Ómarsson, til markaðsstarfs í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
     11.      Borði-Banner, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     12.      Reynir Aðalsteinsson, til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     13.      EDDA Hestar, til markaðsstarfs í Kanada.
     14.      Bændaskólinn á Hvanneyri, til markaðsstarfs í Texas, Bandaríkjunum.
     15.      Björn Ólafsson, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     16.      Bjarni Guðmundsson, til markaðsstarfs í Noregi.
     17.      Sigurður Guðmundsson, til markaðsstarfs í Noregi.
     18.      Davíð Ingason, Svíþjóð, vegna áburðar til að græða sár og koma í veg fyrir sumarexem.
     19.      Eyvindur Bergmann, til markaðsstarfs í Kaupmannahöfn.
     20.      Þórir Örn Grétarsson, til markaðsstarfs í Austur-Þýskalandi.
     21.      Monique Jaquette og Friðbert Njálsson, til markaðsstarfs í Frakklandi.
     22.      Sveinn Jónsson, til markaðsöflunar erlendis.
     23.      Islandshester, til markaðsstarfs í Noregi.
     24.      Bændaskólinn Hvanneyri, til markaðsstarfs í Kanada og Bandaríkjunum.
     25.      Helgi Sigurðsson, til þýðingar bókar.
     26.      Sigurbjörn Bárðarson og Baldvin Guðlaugs, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     27.      Örlygur Hálfdánarson, til útgáfu kynningarefnis.
     28.      Myndbær hf., kynningarmynd um íslenska hestinn.

    Á árunum 1990–98 hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitt eftirtöldum aðilum styrki til markaðsstarfs í þeim löndum sem tilgreind eru í fyrirspurninni:
     1.      Félag hrossabænda, til markaðsöflunar erlendis.
     2.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs erlendis.
     3.      Sölusamtök íslenskra hrossabænda hf., til kynningar- og markaðsátaks á Bretlandi.
     4.      Félag hrossabænda, til sýningar- og kynningarstarfa erlendis.
     5.      Krafthestar sf., til útflutnings hesta til Samabyggða, Svíþjóð.
     6.      Þórarinn Jónasson, til kynningar á hestum í Bandaríkjunum.
     7.      Þórarinn Jónasson, til sýningarhalds á hrossum í Kaliforníu, Bandaríkjunum.
     8.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     9.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs erlendis.
     10.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Bandaríkjunum.
     11.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs erlendis.
     12.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Noregi.
     13.      Friðbert Njálsson, til markaðsstarfs í Frakklandi.

    Á sama tíma hafa eftirgreindir aðilar sótt um styrki til markaðsstarfs í sömu löndum en ekki hlotið jákvæða afgreiðslu:
     1.      Safco hf., til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     2.      Félag hrossabænda, vegna hestaferðar Pauls Rasks frá Danmörku til Kína.
     3.      Þórarinn Jónasson, til sýningarhalds á hestum í Bandaríkjunum.
     4.      Þórarinn Jónasson, til hestasýningarferðar í Bandaríkjunum.
     5.      Ásgeir S. Herbertsson, til hestaútflutnings til Bandaríkjanna og Kanada.
     6.      Sölusamtök íslenskra hrossabænda hf., til markaðssetningar hesta í Bretlandi.
     7.      Víking-hestar sf., til markaðsstarfs í Texas, Bandaríkjunum.
     8.      Ísen ehf., vegna hestabúgarðs í Litháen.
     9.      Sigurður Sæmundsson, til hestasýningar í Bandaríkjunum.
     10.      Jón Friðriksson, til hestasýninga í Noregi.
     11.      Sæmundur og Árni sf., vegna aðstöðu til markaðssetningar á hestum í Noregi.
     12.      Friðbert P. Njálsson, til að koma upp aðstöðu til sölu á hestum í Frakklandi.
     13.      Sæmundur og Árni sf., til reksturs hestabúgarðs í Noregi.
     14.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     15.      Friðbert P. Njálsson, til sölumiðstöðvar fyrir hesta í Normandie, Frakklandi.
     16.      Sölusamtök íslenskra hrossabænda hf., til hestaútflutnings til Kanada.
     17.      Félag hrossabænda, til markaðsstarfs í Þýskalandi.
     18.      Íslenski hreingæðingurinn, til markaðsstarfs í Frakklandi.

     7.      Er áformað að styrkja útflutning og markaðsstöðu íslenskra hrossa í þessum löndum? Ef svo er, á hvern hátt?
    Í fjáraukalögum fyrir árið 1998 fékkst 10 millj. kr. framlag til að styrkja hrossaræktina vegna tjóns sem orðið hefur vegna smitandi hrossasóttar. Ákveðið er að 5 millj. kr. af þessu framlagi verði varið til að styðja markaðsstarf erlendis samkvæmt ákvörðun útflutnings- og markaðsnefndar og 5 millj. kr. til félagslegra verkefna í þágu útflutnings samkvæmt ákvörð­un Félags hrossabænda.
    Ekki eru uppi önnur áform um fjárstuðning við markaðsöflun fyrir hross í viðkomandi löndum umfram það sem felst í ákvæðum laga um útflutning hrossa, nr. 161/1994, og hugs­anlegum áframhaldandi stuðningi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins við verkefni á þessu sviði.