Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 881  —  402. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, Gísla S. Einarssonar og Kristínar Halldórsdóttur um ráðstöfun óskiptra liða í fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið eftirtöldum fjárframlögum á óskiptum liðum í fjárlögum 1998:
     a.      2,7 millj. kr. á liðnum 08-399 1.90 Ýmis framlög,
     b.      45,9 millj. kr. á liðnum 08-621 1.90 Forvarnasjóður?


     a.      Ráðstöfunarfé ráðherra er millifært af fjárlagalið 08-199 á fjárlagalið 08-399 á hverju ári og styrkir greiddir af þeim lið. Eftirfarandi er úthlutun styrkja af fjárlagalið 08-399 1.90:

Verkefni Fjárhæð
Landssamtök hjartasjúklinga, útgáfa á fréttabréfi
30.000
Félag læknanema, stúdentaskipti
100.000
Blóðgjafafélag Íslands, útgáfa á fræðsluefni til blóðgjafa og aðild að Alþjóðablóðgjafasambandinu
200.000
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, forvarnarannsóknir á högum barna — Sameiginleg forsjá
200.000
Félag íslenskra heimilislækna, fundahöld samevrópsks vinnuhóps heimilislækna um gæðaþróun
150.000
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, útgáfa á fréttabréfi
25.000
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, rannsókn á biðlistum sjúkrastofnana
100.000
Landlæknisembættið, samning og útgáfa fræðsluefnis fyrir þolendur áfalla
100.000
Landlæknisembættið, vinna að forprófun Efi-málþroskaprófs fyrir þriggja og hálfs árs börn
300.000
MS-félag Íslands, til starfsemi félagsins og útgáfu á fréttabréfi
80.000
Styrkur vegna ófyrirséðs kostnaðar við læknismeðferð langveiks barns erlendis
200.000
Félag íslenskra sjúkraþjálfara, útgáfa fræðslubæklings um grindarlos
100.000
Lyfjafræðingafélag Íslands, kennsla og þjálfun í klíniskri lyfjafræði
50.000
Samtök sykursjúkra, í tilefni blóðsykurmælinga á alþjóðadegi sykursjúkra
200.000
Íslendingasagnaútgáfan ehf., útgáfa bókarinnar Sjálfsvíg … hvað svo?
70.000
Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, ráðstefnan NYRIS 6 á Íslandi
150.000
Sjúkrahús Reykjavíkur, Grensásdeild, kaup á lasertæki til verkjameðferðar, Grensádeild 25 ára
400.000
Íþróttafélag Landspítalans, þátttaka í norrænu sjúkrahúsleikunum í Stavanger í Noregi
100.000
Félag heyrnarlausra, útgáfa á fréttabréfi
12.500
Börnin heim, mál Sophiu Hansen
200.000
SEM-samtökin
100.000
Félag MND-sjúklinga, útgáfa á fréttabréfi
25.000
Íþróttafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur, þátttaka í norrænu sjúkrahúsleikunum í Stavanger í Noregi
100.000
Stuðlar, til að halda ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Maktanvendelsens Etik — diskussioner omkring etik og vold“
100.000
Angi, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
200.000
Styrkur til þátttöku í ráðstefnu um sjaldgæfan sjúkdóm, International Moebius Conference í Kanada
150.000
Forskning i Frivilligt Arbejde, norræn ráðstefna um sjálfboðastörf
30.000
Parkinsonsamtökin á Íslandi, útgáfa á fréttabréfi
100.000
Fjölvi – Vasa, útgáfa á ritröð sjálfshjálparbóka í lækningum á einstökum sjúkdómsvandamálum fyrir allan almenning
150.000
Karatesambands Íslands, vegna þátttöku fatlaðs einstaklings í endurhæfingar- og þjálfunarbúðum
100.000
Wilhelm Norðfjörð, rannsókn á sjálfsvígum ungs fólks á Íslandi
450.000
Styrkur vegna ófyrirsjáanlegs kostnaðar vegna langveiks barns
250.000
Landssamband áhugafólks um flogaveiki
225.000
Götusmiðjan, útgáfa á fréttabréfi
15.000
Stomasamtökin
75.000
Björg Þorsteinsdóttir, embætti forseta Alheimssamtaka læknanema
105.000
Hjálparstofnun kirkjunnar, útgáfa á fréttabréfi
12.000
Háskóli Íslands, Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði, til vinnusmiðju í endurhæfingarhjúkrun sjúklinga með heilablóðfall
50.000
Heilbrigðisstofnunin Húsavík, heimsókn prófessors Rogers Strassers á vísindaþing heimilislækna
50.000
Ásgeir Theodórs, St. Jósefsspítali, gerð upplýsingabæklings um holsjárskoðanir á meltingarvegi
300.000
Styrkur til einstaklings vegna erfiðra aðstæðna
150.000
Öldrunarfræðafélag Íslands, afmælisþing í tilefni 25 ára afmælis félagsins
30.000
Æskulýðssamband Íslands, útgáfa á fréttabréfi
10.000
Námsbraut í hjúkrun, til að efla vísindastarfsemi Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði í tilefni af 25 ára afmæli námsbrautarinnar
1.000.000
Klúbburinn Geysir, störf að málefnum geðsjúkra
150.000
Styrkur til ferðar foreldra fatlaðs barns á námskeið um Cri du Chat litningagalla
130.000
Sálfræðingafélag Íslands, hinn árlegi evrópski sálfræðidagur
20.000
MG-félag Íslands, koma taugasálfræðings frá Finnlandi á ráðstefnu félagsins
50.000
Art.is, farandsýningin „Lífæðar“ á sjúkrastofnunum landsins
200.000
Samtals ráðstafað
7.094.500

     b.      Eftirfarandi er úthlutun styrkja úr Forvarnasjóði 1998:

V erkefni Fjárhæð
Komið og dansið, framhaldsskólaverkefni samtakanna
500.000
Helga Hannesdóttir, þýðing og innsetning í tölvu á greiningarlykli til notkunar í heilsugæslu, skólum og víðar
700.000
Barnaheill og Vímulaus æska, sameiginleg símaþjónusta og ráðgjafateymi
1.500.000
Vímulaus æska, fjölskylduráðgjöf
1.500.000
Vímulaus æska, námskeiðahald fyrir börn alkóhólista og fíkniefnaneytenda
1.500.000
Sumarheimili templara, vímulaus útihátíð í Galtalækjarskógi
1.000.000
Háskóli Íslands, rannsóknastofa í lyfjafræði, rannsókn á útbreiðslu ávana- og fíkniefna meðal ungs fólks
500.000
Háskóli Íslands, félagsvísindadeild, Sigrún Aðalbjarnardóttir, rannsóknarverkefni
700.000
Skógarmenn KFUM, vímulaus fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina
500.000
Álftamýrarskóli, nýjung við próflok 10. bekkinga
30.000
Götusmiðjan, fjölskylduráðgjöf, forvarnastarf
500.000
Ísland án eiturlyfja, lögreglustjóri og Vímulaus æska, kynning á útivistarreglum og þýðingu þeirra í forvörnum
500.000
Áfengisvarnaráð, útgáfa handbókar fyrir stjórnendur fyrirtækja í áfengismálum
500.000
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, vinnsla og útgáfa bæklinga og annað fræðslustarf
1.000.000
Græni lífseðillinn, samstarf ráðuneytisins og Íþróttasambands Íslands
1.500.000
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, skýrsla um vímuefnamál
250.000
FRÆ, SÁÁ, og Rauði kross Íslands, Vímuvarnaskólinn út á land
1.400.000
Heimili og skóli, verkefnið „Fyrirmyndarforeldrar“
1.800.000
Jafningjafræðsla framhaldsskólanema, fræðslustarf meðal nemenda í framhaldsskólum
2.000.000
SÁÁ, unglingar í áhættuhópi og foreldrar þeirra
370.000
SÁÁ, rannsókn á þróun misnotkunar hjá vímuefnasjúklingum
360.000
SÁÁ, námskeið um hass
fyrir kennara í framhaldsskólum
150.000
SÁÁ, vímulaus útihátíð um verslunarmannahelgina
500.000
SÁÁ og forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík, nokkur samstarfsverkefni
1.000.000
SÁÁ, samstarfsverkefni við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti um víðtækar forvarnir í sveitarfélögum
6.500.000
Skólaskrifstofa Vesturlands, félagsmáladeild, dreifing fræðslu- og forvarnaefnis
350.000
Íslans án eiturlyfja 2002
4.800.000
Dyngjan, áfangaheimili
300.000
Stórstúka Íslands, bindindisdagur fjölskyldunnar
100.000
AA-samtökin, ferðastyrkur
250.000
Lionsklúbburinn Eir, til vímuefnavarna
20.000
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, fræðslumyndbönd um forvarnir
30.000
Byrgið, kristilegt líknarfélag
400.000
Nemendafélag Grunnskólans á Hofsósi, átakið „Ungt fólk í Evrópu — íslensk æska án vímuefna“
150.000
Freeport-klúbburinn
100.000
Úthlutun til áfangaheimila
11.700.000
Samtals styrkir af fjárlagalið 08-621 1.90
44.960.000