Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 901  —  282. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Greinin orðist svo:
                      Lög þessi gilda um fólksflutninga á landi gegn gjaldi með bifreiðum sem rúma níu farþega eða fleiri, sbr. þó 4. mgr. 4. gr. og 9. gr.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Gildissvið.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Reglubundnir fólksflutningar eru fastar ferðir á ákveðinni leið samkvæmt fyrir fram birtri áætlun einu sinni eða oftar í viku allt árið eða hluta þess og þjónustan er öllum opin.
                  Til reglubundinna fólksflutninga telst:
             1.      Sérleyfi sem er leyfi til reglubundinna fólksflutninga þar sem heimilt er að taka upp og setja af farþega hvar sem er á leiðinni.
             2.      Einkaleyfi sem er sérleyfi sveitarfélags til reglubundinna fólksflutninga innan lögsagnarumdæmis þess.
             3.      Sérstakir reglubundnir fólksflutningar sem eru flutningar á ákveðnum hópi farþega en aðrir farþegar eru útilokaðir.
             4.      Aðrir reglubundnir fólksflutningar sem eru fólksflutningar sem hvorki eru sérleyfi né sérstakir reglubundnir fólksflutningar.
                  Óreglubundnir fólksflutningar eru aðrir fólksflutningar en reglubundnir.
     3.      Kaflaheiti I. kafla falli brott, svo og önnur kaflaheiti frumvarpsins.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „flutninga“ í 1. málsl. 1. mgr. og sama orðs í 2. mgr. 5. gr., 7. gr. og 8. gr. komi (í viðeigandi beygingarmynd): fólksflutningar.
                  b.      Í stað orðsins „leyfi“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: sérleyfi.
                  c.      Orðið „aðilar“ í 2. mgr. falli brott.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Sérleyfi.







Prentað upp.

     5.      Við 6. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Með sérstökum reglubundnum fólksflutningum er átt við flutninga á ákveðnum hópi farþega en aðrir farþegar eru útilokaðir. Til sérstakra reglubundinna fólksflutn­inga teljast flutningar starfsfólks að og frá vinnustað á kostnað vinnuveitanda og akstur skólanemenda. Ekki þarf annað leyfi til sérstakra reglubundinna fólksflutn­inga en um getur í 3. gr.
                  b.      2. mgr. flytjist í 3. gr. og verði 3. mgr. hennar.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Sérstakir reglubundnir fólksflutningar.
     6.      Við 7. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Aðrir reglubundnir fólksflutningar.
     7.      Við 8. gr.
                  a.      Orðið „(hópferðir)“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Óreglubundnir fólksflutningar.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 3. tölul. 1. mgr. orðist svo: Hafa ekki verið dæmdir til refsivistar eða framið alvarleg eða ítrekuð brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda.
                  b.      Í stað orðsins „greininni“ í 2. mgr. komi: 1. mgr.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Skilyrði leyfis.
     9.      Við 11. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „1. tölul.“ í 1. mgr. komi: 1. mgr.
                  b.      Á eftir orðunum „3. tölul.“ í 2. mgr. komi: 1. mgr.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Almenn ákvæði um leyfishafa.
     10.      Við 12. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Almenn ákvæði um bifreiðar til fólksflutninga.
     11.      Við 13. gr.
                  a.      1. mgr. flytjist og verði 3. mgr.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Eftirlit og leyfisgjöld.
     12.      Við 14. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Kyrrsetning bifreiðar.
     13.      Við 15. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Refsingar. Svipting leyfis.
     14.      Við 16. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                      Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum vegna skuldbindinga er leiðir af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Reglugerðarheimild.
     15.      Við 18. gr. er verði 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. janúar“ í fyrri málslið greinarinnar komi: 1. júní.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Gildistaka. Brottfallin lög.