Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1085  —  521. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og um breyt. á l. nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

Frá Össuri Skarphéðinssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur,


Ástu R. Jóhannesdóttur og Ögmundi Jónassyni.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Landssamband eldri borgara tilnefnir til tveggja ára einn aðalmann í tryggingaráð og annan til vara. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir til tveggja ára einn aðalmann í trygg­ingaráð og annan til vara.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað upphæðarinnar „181.476 kr.“ í a-lið komi: 191.622 kr.
                  b.      b-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                      Lífeyrir hjóna, sem bæði fá lífeyri, skal nema tvöföldum lífeyri einstaklings. Heimilt er þó að miða lífeyri beggja við búsetutíma þess sem á lengri réttindatíma, sbr. lokamálslið 2. mgr.
     3.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
                  a.      F-liður 1. mgr. orðast svo: Að greiða kostnað samkvæmt nánari ákvörðun tryggingaráðs vegna psoriasissjúklinga sem að mati sérfræðinga þurfa að leita læknishjálpar á meðferðarstofnunum psoriasissjúklinga sem komi í stað sjúkrahúsvistar. Beri með­ferð psoriasissjúklings hér á landi ekki fullnægjandi árangur að mati sérfræðinga og þörf er á loftslagsmeðferð á meðferðarstöð erlendis skal Tryggingastofnun ríkisins greiða kostnað fyrir allt að fjögurra vikna meðferð á ári samkvæmt nánari útfærslu í reglugerð.
                  b.      2. mgr. fellur brott.