Tillögur um aðgerðir vegna fíkniefnavandans

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:38:01 (143)

1999-06-14 13:38:01# 124. lþ. 4.1 fundur 46#B tillögur um aðgerðir vegna fíkniefnavandans# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:38]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hlýt að vekja athygli á því að í stjórnarsáttmálanum er sérstaklega vikið að þessum þáttum. Ég geri ráð fyrir að við séum að tala um að tillögur starfshópsins, það er að vísu eftir minni sagt, hljóði upp á 200--300 millj. kr. á ársgrundvelli. Þetta eru allt töluvert miklir fjármunir og því ekkert óeðlilegt að yfir þau mál sé farið mjög ítarlega. En um þessi mál er rækilega fjallað í stjórnarsáttmála og eindregin áform ríkisstjórnarinnar að taka mjög fast á málaflokknum á þessu kjörtímabili.