Rekstrarstaða heilbrigðisstofnana

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:43:57 (149)

1999-06-14 13:43:57# 124. lþ. 4.1 fundur 48#B rekstrarstaða heilbrigðisstofnana# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:43]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það kom fram í gær í fréttum hjá forstjóra Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur að ekki hafi verið gert ráð fyrir ýmsu í fjárlögum, t.d. 2000-vandanum, framgangskerfi í samningum við hjúkrunarfræðinga og vinnutímatilskipun EES. Þetta mál er í höndum sjúkrahúsanna og þeir munu senda mér skýrslur innan tíðar. En ég vil vekja athygli á því að á morgun er utandagskrárumræða um stöðu sjúkrahúsanna sem beðið hefur verið um hér á hinu háa Alþingi.