Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 13:03:03 (268)

1999-06-15 13:03:03# 124. lþ. 5.3 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 124. lþ.

[13:03]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Í stjórn Evrópusambandsins eru vissulega framkvæmdastjórarnir fulltrúar þjóða sinna og sérstaklega skipaðir þar til. En grundvallaratriðið er eitt og hið sama og það breytist ekki. Atkvæðið fylgir manneskjunni og það er það sem við erum að fjalla um í dag, um þann grundvallarrétt sem verður ekki gefinn afsláttur á. Hitt er svo annað mál, enn og aftur, herra forseti, hvernig lífskjörum er háttað í þjóðfélagi eða út um heim.