Umræða um frestun á hækkun bensíngjalds

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 14:16:54 (284)

1999-06-15 14:16:54# 124. lþ. 6.92 fundur 57#B umræða um frestun á hækkun bensíngjalds# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 124. lþ.

[14:16]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill að gefnu þessu tilefni minna á að ráðgert hafði verið að ljúka þessari umræðu í dag og, eins og þingmönnum er kunnugt, að ljúka þinghaldi þessa vorþings um hádegi á morgun. Forseti vill þó vekja á því athygli að væntanlega mun umræðan standa eitthvað fram eftir degi þannig að ráðrúm gefst til þess að forusta þingflokkanna með forseta þingsins geti rætt þessa nýju stöðu mála og menn hafi þar þá tök á málinu og geti skoðað það í því ljósi sem hér hefur verið nefnt.

Ef hv. þm. gera ekki athugasemdir við að umræðan geti hafist undir þessum formerkjum þá vill forseti freista þess að hefja hana. --- Það gerir enginn athugasemdir við það.