Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 16. júní 1999, kl. 14:02:40 (393)

1999-06-16 14:02:40# 124. lþ. 8.30 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 124. lþ.

[14:02]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Við fyrri umræðu þessa máls fór ég mjög ítarlega yfir efni þess, gerði grein fyrir afstöðu minni og gagnrýndi fjölmargt í frv. Ég tel að með þessari afgreiðslu sé hvorki verið að stíga gott skref né skynsamlegt. Við eigum eftir að horfast í augu við margs konar vandamál sem stafa af þessari lagasetningu.

Ég tel að með markmiðinu um vægi atkvæða hafi grundvellinum undan núverandi kjördæmaskipan í raun verið kollvarpað og því sé staðan sú eins og við blasir að við munum búa við stór víðfeðm kjördæmi sem komi í veg fyrir eðlilegt samband þingmanna og kjósenda. Pólitískur styrkur landsbyggðarinnar mun minnka og vægi og afl hagsmunahópa og þrýstihópa aukast. Þetta tel ég óskynsamlega leið og því segi ég nei.