Afsal þingmennsku

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 13:36:40 (3757)

2000-02-01 13:36:40# 125. lþ. 53.92 fundur 261#B afsal þingmennsku#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[13:36]

Forseti (Halldór Blöndal):

Hinn 30. desember sl. barst svohljóðandi bréf:

,,Með bréfi þessu afsala ég mér þingmennsku frá og með næstu áramótum.

Ég árna Alþingi heilla í mikilvægum störfum og vænti góðs samstarfs við alþingismenn á öðrum starfsvettvangi. Jafnframt þakka ég ánægjulegt samstarf undangengin ár.

Finnur Ingólfsson, 12. þm. Reykv.``

Í stað Finns Ingólfssonar tekur nú sæti á Alþingi Jónína Bjartmarz. Hún verður 16. þm. Reykv. og samkvæmt venju breytist kosningatala þess þingmanns Framsfl. sem ofar er á listanum, þ.e. Ólafur Örn Haraldsson verður 12. þm. Reykv.

Kjörbréf Jónínu Bjartmarz hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.