Aukatekjur ríkissjóðs

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 16:37:57 (4060)

2000-02-07 16:37:57# 125. lþ. 57.8 fundur 258. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (gjaldtökuheimildir o.fl.) frv. 55/2000, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[16:37]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að hæstv. fjmrh. er í mestu vandræðum með þetta mál og ég ítreka einfalda spurningu mína: Hvort er gjald sem fólk þarf að greiða fyrir vegabréf og ökuskírteini skattur eða þjónustugjald? Hæstv. fjmrh. hlýtur að geta svarað þeirri einföldu spurningu hvort um er að ræða skatt eða þjónustugjald, þ.e. gjaldtöku fyrir útlagðan kostnað á ökuskírteinum og vegabréfum.