Endurskoðun skattalöggjafarinnar

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:40:19 (4174)

2000-02-09 15:40:19# 125. lþ. 60.3 fundur 157. mál: #A endurskoðun skattalöggjafarinnar# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur að skattbyrðin hefur verið að aukast og þeir stjórnarflokkar sem hér eru að kallast á í þinginu hafa ekkert gert í málunum. Mig langar til að spyrja í framhaldi af því: Hvað ætla framsóknarmenn og sjálfstæðismenn að gera við þeirri atlögu sem t.d. hefur verið gerð að barnafjölskyldunum í landinu, að barnafólkinu, með tekjutengingunni á barnabótunum, sem hefur gert það að verkum að æ færri fá barnabætur greiddar nú í launaþróuninni undanfarið? Það hefur orðið 2 milljarða kr. viðbótarskattlagning á þetta fólk.

Tal um barnakort og annað í þeim dúr virkar bara sem falskur tónn í því tali þegar menn takast ekki á við þetta. Eða eru menn búnir að ákveða að leggja niður barnabætur til barnafjölskyldna? Að ég tali ekki um hvernig þessi jaðar\-áhrif hafa lent á lífeyrisþegunum sem ég ætla ekki að gera að umtalsefni hér.