Tollalög

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 16:13:44 (4270)

2000-02-14 16:13:44# 125. lþ. 62.12 fundur 196. mál: #A tollalög# (aðaltollhafnir) frv. 87/2000, Flm. ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[16:13]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (andsvar):

Herra forseti. Ég er viss um að hv. þm. hlustaði á framsöguræðu mína þegar ég færði rök fyrir þessu máli. Í framsögu minni fjallaði ég um að viðkomandi byggðarlög og byggðarlög vítt og breitt um landið eru í samkeppni um fjölmarga hluti. Ég sagði einnig að það væri skylda stjórnvalda að skapa sem jafnasta aðstöðu í byggðarlögunum. Einmitt þessi rök lagði ég fram. Eins og við vitum er fólksflótti af landsbyggðinni og við eigum að skapa þar eins góð skilyrði og okkur er framast kostur. Ég sagði einnig að hér væri mikið réttlætismál á ferðinni, að hafa þarna tollhafnir, og ég stend við þau orð mín.