Breyting á áfengiskaupaaldri

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 14:12:59 (4411)

2000-02-16 14:12:59# 125. lþ. 65.2 fundur 323. mál: #A breyting á áfengiskaupaaldri# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[14:12]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er á ferðinni álitamál sem hefur margar hliðar. Ég held að í raun sé með þessari fyrirspurn hreyft mjög þörfu máli sem nauðsynlegt er að taka snarlega til afgreiðslu. Ein hliðin á þessu er t.d. sú að fólkið sem er heimill aðgangur að vínveitingastöðum, þ.e. 18 ára, má ekki, eftir að inn er komið, kaupa áfengi. Það vita allir að það er ekki hægt að framfylgja svona banni, það gengur bara ekki upp. Ég held að það þurfi að afgreiða þetta mál snarlega. Ég treysti hæstv. dómsmrh. til að svo verði gert. Önnur hlið á þessu máli, herra forseti, er að fólk í vígðri sambúð, fólk sem er gift, má ekki kaupa áfengi. Hugsast getur að hjón fari saman inn á veitingastað en annað þeirra megi ekki kaupa áfengi. Svona atriðum sem þarf að ganga frá og laga. Ég þakka fyrir að þessu máli skuli vera hreyft hérna.