Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 11:20:50 (4445)

2000-02-17 11:20:50# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[11:20]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við það að bæta sem ég sagði í fyrra andsvari mínu. Það hefur verið undirliggjandi eins og hv. þingmenn heyrðu í andsvari 5. þm. Norðurl. v. að sala Landssímans er til umfjöllunar í stjórnarflokkunum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í því efni en verið er að skoða það mál og þar koma inn miklu fleiri þættir og engin ástæða til að tengja það beinlínis þessari umræðu. Þar koma allt önnur mál til skoðunar, tæknibreytingar og önnur mál sem ígrunda þarf vandlega. En það er ekki ástæða til að rjúka til að selja Landssímann til að afgreiða vegáætlun, ég vil ekki tengja það saman. En endurtek að mér finnst skynsamlegt að þegar ríkið selur eignir þá sé réttlætanlegt að verja andvirðinu til annarra fjárfestinga. Ég tel ekki réttlætanlegt að verja því í rekstrarverkefni ríkisins.