Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:25:46 (4540)

2000-02-17 17:25:46# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:25]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki meira um þetta að segja en ég sagði í ræðu minni hvað varðar Reykjanesbrautina. Það er ekki rétt að gefa neinar yfirlýsingar um hvernig eigi að standa að þessu máli. Það á að vinna þetta núna í þinginu, leggja á ráðin um hvernig leysa megi þessar framkvæmdir. Ef hægt er að finna leið til að hraða framkvæmdum þá er ég reiðubúinn til þess að vinna að því verki. En það er alveg ljóst að heilmikil undirbúningsvinna er eftir og við verðum bara að gefa okkur tíma, draga andann djúpt eins og gamlir og góðir bæjarstjórar gera og þurftu á sínum tíma að gera oft á dag. Þannig leysum við málin.