Bætt staða þolenda kynferðisafbrota

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 18:02:51 (4696)

2000-02-22 18:02:51# 125. lþ. 68.6 fundur 174. mál: #A bætt staða þolenda kynferðisafbrota# þál., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[18:02]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað má deila um hvað er vinsamlegt og hvað er ekki vinsamlegt andrúmsloft. En það er alveg ljóst að boðið er upp á valkosti. Verið er að bæta aðstöðu barna bæði í Barnahúsi og með því að bjóða upp á það að börn séu yfirheyrð í dómhúsi ef ástæða þykir til. Að draga dómsmrh. til ábyrgðar í málinu er því út úr kortinu. En auðvitað er öll umræða af þessu tagi til góða. Ég tel að sú umræða sem hefur farið fram hafi ekki orðið til þess að skemma fyrir neinu máli. Ég held að hún hafi einmitt verið til að skerpa þessi mál og hafi bætt stöðu barna.

Ég ítreka að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að það eigi að leggja niður Barnahús. Ég tel þá tillögu sem liggur hér fyrir frá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur góðra gjalda verða og mun styðja hana.