Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:45:43 (4724)

2000-02-23 13:45:43# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:45]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Helgu Erlingsdóttur fyrir að bera fram þessa fyrirspurn. Ég flutti þessa þáltill. á 123. þingi og það er ánægjulegt að heyra að iðnrh. mun tilnefna nú í þessa nefnd. Ég tel málið mjög mikilvægt. Þetta er mjög mikilvægt byggðamál. Þetta er afar mikilvægt þegar byggja á upp iðnaðarfyrirtæki í dreifbýli og hvað varðar búrekstur þá munar þetta gríðarlegaum fjárhæðum. Þegar bændur urðu að tankvæða upp á nýtt og kaupa sér nýja tanka, þá munaði um það bil 300--400 þús. kr. á einum mjólkurtanki fyrir eitt bændabýli þannig að þetta eru alveg gríðarlega miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina.