Olíuleit við Ísland

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 14:14:52 (4741)

2000-02-23 14:14:52# 125. lþ. 70.13 fundur 356. mál: #A olíuleit við Ísland# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[14:14]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka þessa umræðu og fyrirspyrjanda fyrir að koma fram með þessa fsp. Ég get tekið undir það að ástæða sé til að vara við allt of mikilli bjartsýni. Engu að síður er þetta mál þannig vaxið að full ástæða er til að skoða það frekar. Dýptarmælingar sem fram hafa farið á vegum Sjómælinga Íslands gera það að verkum að nú er miklu einfaldara og ódýrara að rannsaka þau setlög sem þykkust eru en þar eru líkurnar mestar.

Eins og ég lét koma fram áður er undirstaða þess að eitthvað fari að gerast í þessum málum sú að Alþingi setji lög um olíuleit og olíuvinnslu. Þess vegna hef ég sett af stað vinnu við gerð frv. um það efni. Ég vonast til að það komist það fljótt á veg að hægt verði að leggja það fram á þessu þingi. Þá verður hugsanlega hægt að senda það til umsagnar þannig að vinnsla í haust gæti gengið tiltölulega fljótt fyrir sig. Það skapar okkur þann grundvöll sem við þurfum til þess að vinna frekar í málinu.

Síðan vil ég bara vonast til að hv. fyrirspyrjandi verði dyggur stuðningsmaður við að fá aukið fjármagn í fjárlögum næsta árs til þessa mikilvæga verkefnis.