Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 14:32:20 (4846)

2000-02-24 14:32:20# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[14:32]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég kem hér upp vegna orða hæstv. umhvrh. um ákv. til brb. í ræðu sinni, ákv. til brb. I í frv. til laga um mat á umhverfisáhrifum sem hér er til 1. umr. Mig fýsir að vita, herra forseti, hvað valdi því að bráðabirgðaákvæði þetta er inni og með þeim hætti sem hér getur að líta, þ.e. að séu framkvæmdir hafnar fyrir árslok 2002, þá séu þær ekki, þ.e. þær sem hafa fengið leyfi fyrir 1. maí 1994, umhverfismatsskyldar.

Ég vildi gjarnan fá skýr svör við þessu frá hæstv. ráðherra.