Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:06:00 (4864)

2000-02-24 17:06:00# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:06]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi samráðið við náttúruverndarsamtök þá voru þau kölluð til fundar, eins og ég sagði hér áðan, bæði Landvernd og Náttúruverndarstamtök Íslands, og fengu drögin til umsagnar. Það er alveg rétt að drögunum hefur verið breytt enda er engin skylda að fara eftir þeim tillögum sem fram koma í athugasemdum, hvorki frá náttúruverndarsamtökum, þeim sem vilja virkja eða þeim sem vilja leggja vegi. Við tökum bara tillit til þeirra athugasemda sem koma og svo reynum svo að semja okkar frumvörp eftir bestu getu.

Um það hvenær framkvæmdir teljast hafnar og hvenær ekki þá er ég þeirrar skoðunar að afar erfitt sé að setja einhverjar sérstakar viðmiðanir þar. Ég held að það þurfi að skoðast í hverju einstöku tilfelli.