Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:30:02 (4878)

2000-02-24 17:30:02# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:30]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel eðlilegt að almenningur hafi sem greiðastan aðgang að öllum lögum og því sem verið er að vinna í stjórnsýslunni.

En varðandi aðaldeilumálið hér, sem hv. þm. hefur dregið fram, þ.e. orðin í 3. gr. l-lið, ,,veruleg óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif`` eða orðin ,,neikvæð umhverfisáhrif`` þá tel ég að þessi deila sé um keisarans skegg þar sem hér er um svo matskennt orð að ræða, þ.e. ,,neikvæð``. Það er mjög matskennt orð. (Gripið fram í.) Já, það á vel við umhverfismat. En þá má alveg eins segja: Hvað mundi breytast þó að þetta orð væri ekki þarna? Það gæti nú verið hálferfitt að svara því.

En ég ítreka að hér er ekki verið að þrengja með nokkrum hætti að framkvæmdir fari í mat. Við byggjum á tilskipun Evrópusambandsins og nefndin sem samdi frv. upphaflega eða drögin var sammála um þessa skilgreiningu.