Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 14:57:12 (5138)

2000-03-09 14:57:12# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[14:57]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Það kemur á óvart að jafnframsýn kona og hv. þm. er skuli tala með þessum hætti því að hæstv. landbrh. hefur sýnt það á sínum skamma ferli sem landbrh. að hann hefur mjög mikinn áhuga á þessum málum. Ég treysti honum manna best til þess, hafi verkefnið farið eitthvað úr skorðum, að koma því aftur inn á þann veg að ég og hv. þm., sem talaði áðan, getum á endanum gengið í takt þegar talað er um Áforms-verkefnið.