Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 15:02:18 (5142)

2000-03-09 15:02:18# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[15:02]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Við getum lengi deilt um það hvort gæðin séu betri eftir því sem varan er ódýrari. Við höfum séð það t.d. í verslunum að í raun og veru er mjög lítill verðmunur á matvörum. Við áttum okkur ekki alltaf á þessum gæðamun vegna þess að umræðan er gjarnan þannig að menn hafa bara viljað bjóða sem ódýrasta vöru og þess eru jafnvel dæmi að menn sprauti vatni í vöru til þess að selja hana. Við getum í raun og veru deilt um þetta, hv. þm., í allan dag en það er gjarnan þannig að við borgum meira fyrir gæðavöru en vöru sem er lakari. Lakari vara er í flestum tilvikum ódýrari. Það sjá menn t.d. þegar þeir fara út í búð og velja sér rauðvín. Það er af mismunandi gæðum og menn borga fyrir mismunandi gæði í því. Rauðvín er landbúnaðarvara eins og hv. þm. veit.

(Forseti (GuðjG): Forseti minnir hv. þingmenn á að beina máli sínu til forseta eða fundarins en ekki til einstakra þingmanna.)