Smíði nýs varðskips

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:29:58 (5460)

2000-03-20 15:29:58# 125. lþ. 82.1 fundur 391#B smíði nýs varðskips# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég beini máli mínu til hæstv. dómsmrh. Nú mun svo vera að um þessar mundir er varðskipið Óðinn orðið 40 ára. Það kom í febrúar 1960. Nefnd var að störfum sem vann að athugun og endurskoðun á skipakosti Landhelgisgæslunnar. Það má segja að að sé með ólíkindum að skip sem sé orðið 40 ára sé gert út til leitar og björgunar. Danir hafa aflagt öll þessi skip og tekið upp nýjan skipakost.

[15:30]

Frá því varðskipið Óðinn kom fyrst til landsins hefur fiskiskipaflotinn gjörbreyst bæði hvað varðar stærð og vélarafl. Því er mjög nauðsynlegt, ef við ætlum að sinna flotanum og líka dreifðum byggðum landsins svo vel sé, að endurnýja skipakost Landhelgisgæslunnar, sérstaklega þetta tiltekna skip.

Það hefur áður komið fram að nauðsynlegt sé að Landhelgisgæslan hafi þrjú skip í rekstri. Af því tilefni var samþykkt þáltill. þess efnis að skipastóll Landhelgisgæslunnar yrði skoðaður. Til þess var skipuð nefnd og ég veit ekki betur en hún sé um það bil að ljúka störfum. Því beini ég fyrirspurn minni til hæstv. dómsmrh.: Hvað líður störfum þessarar nefndar eða endurskoðun vegna endurnýjunar á varðskipum ríkisins?