Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 14:35:11 (5519)

2000-03-21 14:35:11# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[14:35]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og öllum má vera ljóst er um stjtill. að ræða sem þingflokkur Sjálfstfl. styður og hefur heimilað framlagningu á fyrir sitt leyti. Engin ástæða er til þess að efast um heilindi þingflokks Sjálfstfl. í þeim efnum. Hins vegar hefur það líka alltaf verið ljóst að það hafa verið uppi efasemdarraddir um málið í Sjálfstfl. og hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einmitt lýst þeim efasemdum sínum í þingræðum þannig að það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann er með sérnefndarálit og hefur gert grein fyrir afstöðu sinni í umræðum um málið.