Almannatryggingar

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 15:40:35 (5881)

2000-04-04 15:40:35# 125. lþ. 89.12 fundur 503. mál: #A almannatryggingar# (dvalarkostnaður foreldris) frv. 61/2000, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Fjárhagsstaða foreldra langveikra barna er oft mjög slæm eftir langvarandi veikindi barnanna. Auðvitað er mjög mikil bót að fá þennan stuðning.

Aftur á móti vantar upp á veikindaréttinn og það kemur þessu frv. í raun ekki við því að það er annað mál sem þarf að taka á. En ég bendi á að taka þarf á þessum málum. 50 þús. kr. á mánuði eins og fólk kemur til með að fá til að vera hjá börnunum sínum er mikill stuðningur miðað við að það er ekki neitt í dag, og ég fagna því að það skuli vera gert.

En það að draga nýjan barnaspítala inn í málið þá skilst mér herra forseti, að á nýjum barnaspítala verði ekki viðbótarþjónusta heldur verði allri þjónustu, sem nú er veitt á mörgum stöðum, komið fyrir á einum stað, þannig að það er ekki viðbót. Ég er því ekki viss um að það eigi heima í þessari umræðu.