Landsvirkjun

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 10:39:20 (6140)

2000-04-07 10:39:20# 125. lþ. 95.23 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[10:39]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi ítreka það sem ég nefndi í framsöguræðu minni. Hér er löggjafinn að taka ákvörðun um almenn prinsipp, þ.e. hvort Landsvirkjun yfir höfuð eigi að hafa heimild til að taka þátt í rekstri fjarskiptafyrirtækja eða eiga hlut í þeim. Annað er í raun ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar, þ.e. með hvaða hætti sú heimild er nýtt.

Varðandi það sem hv. þm. vék að þá hefur það komið fram, m.a. í fjölmiðlum og í starfi nefndarinnar, að þegar hafi verið búið að stofna félag þar sem Landsvirkjun var þátttakandi. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið hefur Landsvirkjun nú dregið sig a.m.k. tímabundið út úr því fyrirtæki.