Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 18:17:29 (6250)

2000-04-07 18:17:29# 125. lþ. 95.27 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[18:17]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var þannig með nefndina sem hv. þm. hafa vitnað til að hún lauk ekki störfum. Það er þá komið fram. (JóhS: En þetta er sami aðilinn.) Ástæða þess að ég hef talað hér mjög opinskátt um þetta mál er sú að ég er þeirrar skoðunar að það geti alveg komið til greina að selja bátaábyrgðartryggingafélögunum þetta fyrirtæki á öðru verði en ef það væri selt á opnum markaði vegna sögunnar. (Gripið fram í: Sögunnar?) Það er skemmtileg saga sem þarna liggur að baki og ákaflega stór þáttur í Íslandssögunni allri. Þetta varð allt saman til upp úr aldamótum. Ég hélt að hv. þm. Samfylkingarinnar væru svo hlynntir öllu sem sneri að bátum. Þetta er allt svo lítið og sætt en ekki stóru, ljótu útgerðarkarlarnir. Þannig að því leyti vonast ég til að hv. þm. Samfylkingarinnar styðji nú ráðherrann í þessu máli.