Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:16:31 (6480)

2000-04-12 14:16:31# 125. lþ. 98.8 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[14:16]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það er mjög eftirtektarvert að meiri hluti Alþingis hefur lýst vilja sínum til að Veðurstofan hafi í heiðri hin gömlu nöfn um veðurlýsingar eins og hún hefur gert frá dögum Jóns Eyþórssonar. Er það sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þeir veðurstofumenn bera nafn hans og minningu mjög fyrir brjósti og er tíðrætt um hversu mikill íslenskumaður Jón Eyþórsson var.

Ég hygg að það sé mikill misskilningur sem sumir hv. alþm. halda að það sé ekki hlutverk Ríkisútvarpsins að stunda málrækt. Auðvitað er það hlutverk ríkisins og svo mjög að það er í lögum frá Alþingi að virðing fyrir íslensku máli skuli vera einn af hornsteinunum í þeirri byggingu sem Ríkisútvarpið er. Af þeim sökum segi ég já.