Vinnuvélanámskeið

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:30:43 (6484)

2000-04-12 14:30:43# 125. lþ. 99.1 fundur 431. mál: #A vinnuvélanámskeið# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 125. lþ.

[14:30]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég ítreka það sem ég lét koma fram áður í máli mínu að sá rekstur sem snýr að þessu námskeiðahaldi er fjárhagslega og stjórnunarlega aðskilinn frá þeim hluta Iðntæknistofnunar sem kalla mætti ríkishluta. Ég tel því að Iðntæknistofnun sé ekki að gera neitt óeðlilegt eða neitt sem getur ekki samrýmst samkeppnislögum og samkeppnisvenjum. Ég tel ekki að það sé landsbyggðarmönnum í hag að Iðntæknistofnun hætti þessari þjónustu meðan hún getur boðið hana á lægra verði en aðrir aðilar. Ég treysti því að þarna sé um aðskilnað að ræða og þess vegna sé Iðntæknistofnun aðeins að sinna skyldum sínum og því hlutverki sem til stofnanirnar hafa verið gerð.

Þetta er meginniðurstaða mín eftir að hafa farið yfir þetta mál en ég er hins vegar alltaf tilbúin að endurskoða hug minn ef nýjar upplýsingar koma fram.