Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 11:31:52 (6630)

2000-04-26 11:31:52# 125. lþ. 102.14 fundur 241. mál: #A bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna# frv. 27/2000, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[11:31]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Við erum sammála um að gott starfsfólk er mesta verðmæti fyrirtækis. Þess vegna ættum við líka að standa saman að því að stuðla að atvinnulýðræði, að starfsfólk sé í stjórn fyrirtækjanna og uppskeri þá líka þegar fyrirtækinu gengur vel og taki ákveðna ábyrgð ef harðnar á dalnum. En við skulum muna að starfsfólkið skapar verðmætin, en það er auðvitað fyrirtækiseigandinn sem að mestum hluta nýtur verðmætanna.

Aðeins í lok þessarar einu mínútu: Ég get ekki varist þeirri hugsun að það hafi verið Davíð Oddsson forsrh. sem bjó til aflabrestinn fyrir átta eða níu árum og síðan hafi það verið hann sem líka fjölgaði fiski í sjónum. Hins vegar getum við verið sammála um að hann átti sinn þátt í að koma á EES-samningnum sem er sennilega samkvæmt skýrslu að skapa einhverja bestu uppsveiflu í atvinnulífinu. En þetta er ekki jafneinfalt og stjórnarliðarnir hamast við að halda fram í umræðum um atvinnumál.