Svör við fyrirspurnum og viðvera ráðherra

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 13:49:26 (6687)

2000-04-27 13:49:26# 125. lþ. 103.97 fundur 469#B svör við fyrirspurnum og viðvera ráðherra# (aths. um störf þingsins), ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[13:49]

Ásta Möller:

Herra forseti. Eitt af markmiðum hins nýja launakerfis er að launamyndunin sé gagnsæ. Mér er jafnmikið kappsmál og hv. þm. Ögmundi Jónassyni að launin séu gagnsæ og öllum ljós.

Það sem ég benti á í ræðu minni hér á undan var að til þess að fá betri svör frá fjmrn. þarf hv. þm. að koma með nákvæmari spurningar. (ÖJ: Ég þarf engar vísbendingar.) Ég mundi ekki sem fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga geta svarað þessum spurningum hvað almennir hjúkrunarfræðingar eru með í laun, hvað hjúkrunarfræðingar með viðbótarnám eru með í laun, öðruvísi en á ákveðnu launabili. En það var ekki það sem hv. þm. bað um.

Ég mundi því hvetja hann til þess að varpa fram þessari spurningu aftur en á nákvæmari máta.