Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 14:07:32 (6692)

2000-04-27 14:07:32# 125. lþ. 103.9 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svör hans sem mér finnst vera góð og skýra nokkuð og leysa það vandamál sem var augljóslega uppi ef ekkert hefði verið að gert.

Mig langar aðeins að forvitnast frekar um hvort þessi breyting hafi verið borin undir t.d. Landssamtök smábátaeigenda sem hagsmunasamtök þessara aðila og hvort eitthvert samband hafi verið haft við þessa aðila sem ég veit að ræddu sérstaklega um þetta við nefndarmenn í sjútvn. og eru víðs vegar um landið. Ég vildi gjarnan að það kæmi fram hvort þetta mál hafi orðið í samkomulagi við þessa aðila.