Skráning og mat fasteigna

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 19:49:17 (6759)

2000-04-27 19:49:17# 125. lþ. 103.43 fundur 290. mál: #A skráning og mat fasteigna# (Landskrá fasteigna) frv. 47/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[19:49]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. við frv. til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 94/1976. Þetta frv. fjallar um uppbyggingu á Landskrá fasteigna.

Nefndin sendi þetta mál víðs vegar til umsagnar og fékk nokkra aðila á sinn fund. Þeirra er getið í nál. á þskj. 1058.

Nokkrar umræður urðu í nefndinni um kostnaðinn, hver skyldi bera kostnað t.d. við úttekt tölvunefndar á Landskrá fasteigna. Nefndin leggur áherslu á að allur kostnaður við hana verði greiddur af Fasteignamati ríkisins. Forstjóri Fasteignamats ríkisins lýsti því yfir þegar hann kom á fund nefndarinnar vegna málsins að hann teldi ljóst að umræddur kostnaður yrði greiddur af Fasteignamati ríkisins.

Nefndin telur að Landskrá fasteigna sé þjóðþrifamál og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Þó rita þrír hv. þm., Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Ögmundur Jónasson, undir málið með fyrirvara og verður væntanlega gerð grein fyrir honum.