Atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 21:10:40 (6938)

2000-05-04 21:10:40# 125. lþ. 106.11 fundur 618. mál: #A atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða# frv., 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[21:10]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar aðeins til að fá nánar svör um þetta frá hæstv. samgrh. Er það rétt skilið hjá mér að samgrh. og ráðuneyti hans hafi gert samkomulag við sjómannasamtökin um að breytingin á rúmlestum, 30 rúmlestum, sem er pungaprófstakmörkunin, yrði 50 brúttótonn? Er það samkomulag ráðherrans og sjómannasamtakanna að 30 rúmlestir verði 50 brúttótonn?

Mig langar einnig til að vita hvort það sé ekki skilningur ráðherrans að með því frv. sem lagt er hér fram af hv. samgn. um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna sé verið að leggja til að þessi breyting, þessi stækkun, nái einnig til fiskiskipa jafnt sem annarra skipa. Mér fannst hæstv. samgrh. eingöngu vera að tala um flutningaskip, ferjur eða eitthvað því um líkt. Mér finnst mjög nauðsynlegt að það komi skýrt fram hvað hæstv. samgrh. er að meina hér.