Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 22:13:03 (7107)

2000-05-08 22:13:03# 125. lþ. 108.35 fundur 231. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (fasteignagjöld) frv. 92/2000, JÁ
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[22:13]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég vil gefa svolitla skýringu á því hvers vegna ég styð þetta mál. Ég tel reyndar að svona hefði aldrei átt að vera í pottinn búið. Það er ekki eðlilegt að ganga þannig frá að þegar opinberir aðilar eignist fasteignir þá séu þær undanþegnar gjöldum eins og í þessu tilfelli. Síðan hafa þessir eignir staðið árum saman án þess að sveitarfélögin, sem þurfa virkilega á öllum sínum tekjum að halda, fái tekjur af þeim vegna þess að á hv. Alþingi hafi verið teknar ákvarðanir um að ákveðnir aðilar skuli vera undanþegnir gjöldum. Það er mjög eðlilegt að gerðar séu breytingar á þessum lögum. Við styðjum það, ég og hv. þm. Svanfríður Jónasdóttir, og höfum þess vegna skrifað undir nál. án fyrirvara.

Það var löngu kominn tími til að taka á málinu. Ég ætla bara að flytja þeim hv. þm. sem fluttu málið inn á Alþingi þakkir fyrir það. Það var kominn tími til þess.