Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:32:18 (7153)

2000-05-09 11:32:18# 125. lþ. 109.25 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:32]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það hefur komið fram í umræðunni að eigið fé þessa fyrirtækis er 300--400 milljónir og því er mín spurning til hv. þm. Ögmundar Jónassonar þessi: Finnst honum 10 millj. kr. hagnaður mikill hagnaður miðað við eigið fé, þ.e. 3%? Er það ásættanleg arðsemi fyrir ríkissjóð?