Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:32:44 (7154)

2000-05-09 11:32:44# 125. lþ. 109.25 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:32]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég skal ekki leggja mat á þær hugmyndir sem uppi eru um arðsemi fyrirtækja og stofnana. Ég veit að þar er talað um háar tölur og miklar kröfur. En 10 millj. kr. eru 10 milljónir og það munar um þá peninga þegar skorið er niður. En hvernig þeir peningar raða sér á arðsemismælikvarða hv. þm. Péturs H. Blöndals skal ég láta ósagt um. Ég hef ekki á því miklar skoðanir.