Vörugjald

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 14:58:46 (7206)

2000-05-09 14:58:46# 125. lþ. 109.28 fundur 520. mál: #A vörugjald# (fjárhæð gjalds af tilteknum vörum) frv. 103/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[14:58]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er verið að gera breytingar á lögum um vörugjald en vörugjald gefur ríkissjóði um 3.000 millj. kr. Með þessu frv. er verið að tína einstaka liði út úr þessum lögum. Sumt er til bóta, annað til óþurftar. Til bóta er að lækka vörugjald á rafmagnsvörum til innlendrar framleiðslu, það er hið besta mál. Annað er til óþurftar, t.d. að hækka vörugjald á fæðubótarefnum. Fleira er mjög undarlegt í þessu frv. Tillögur um að lækka vörugjöld á marghleypum, byssum, byssustingjum og lensum. Þetta er okkur sagt við umræðuna að skipti litlu máli. Þetta er eflaust táknrænt fyrir stefnu og forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar.