Verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 22:29:58 (7275)

2000-05-09 22:29:58# 125. lþ. 111.7 fundur 420. mál: #A verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir# (menntunarkröfur, tryggingar, afleiðusamningar o.fl.) frv. 99/2000, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[22:29]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Frá því í haust hefur stjórnarandstaðan á Alþingi lagt sig í líma við að setja traustar reglur um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði til að koma í veg fyrir innherjaviðskipti og spillingu innan fjármálafyrirækja. Í þessu skyni sameinaðist minni hlutinn um tilögusmíð sem hefur verið rædd hér í kvöld.

Þessar tillögur minni hlutans hafa fallið í góðan jarðveg hjá þeim sem hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum hér á landi, bæði Verðbréfaþinginu og hjá Fjármálaeftirlitinu. Minni hlutinn studdi hins vegar tillögur ríkisstjórnarinnar þótt máttlausar væru og mun máttlausari en þær tillögur sem frá okkur hafa komið vegna þess að þær eru þó skref fram á við.

Ég vildi að þetta kæmi í ljós, ekki síst vegna þeirrar ræðu sem hæstv. bankamálaráðherra flutti áðan.