2000-05-10 01:12:24# 125. lþ. 111.23 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[25:12]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara leiðrétta af því mér fannst misskilnings gæta í ræðu hv. þm. Kristjáns Pálssonar um hvernig afstaða íbúa Hafnar í Hornafirði hefði komið fram. Mér vitanlega hefur þar ekki farið fram nein allsherjaratkvæðagreiðsla um það í hvaða kjördæmi þeir vildu vera heldur var þar gerð lausleg skoaðnakönnun sem var alls ekki sett undir þeim formerkjum þannig að það er of mikið úr því gert.

Ég get reyndar bætt því við að mér finnst þetta óeðlilegt líka. Ef farið er út á þá braut að gefa einstökum sveitarfélögum kost á að velja þá á að gera það víðar en á einum stað. En ég vil bara leiðrétta þetta. Það fór að mínu viti ekki fram nein ítarlega allsherjarkosning hjá sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði meðal íbúa þar um það hvoru kjördæminu þeir vildu tilheyra.