2000-05-10 02:37:09# 125. lþ. 111.21 fundur 485. mál: #A brunavarnir# (heildarlög) frv. 75/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[26:37]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vegna þess sem hér var sagt um að frv. hefðu komið seint fram þá má að vissu leyti taka undir það. Þetta eru stór frv. sem umhvn. hefur haft til umfjöllunar, sérstaklega frv. um mat á umhverfisáhrifum sem verður rætt hér á eftir og brunamálafrumvarpið. Við reyndum að vinna þetta brunamálafrumvarp í eins mikilli samvinnu við hagsmunaaðila og mögulegt var. Ég sé að þar hefur tekist vel til. Það ríkir nokkuð breið pólitísk sátt um málið og hefur náðst að vinna það í umhvn. á þeim stutta tíma sem hún hafði til að vinna málið. Ég vil nota þetta tækifæri hér í andsvari, þar sem tíminn er stuttur og við erum langt komin inn í nóttina, til að þakka umhvn. sérstaklega fyrir vel unnin störf bæði varðandi mat á umhverfisáhrifum og þetta mál sem hér er til umfjöllunar, um brunamál í landinu.