Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:07:22 (7355)

2000-05-10 11:07:22# 125. lþ. 112.4 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:07]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Eitt af meginatriðum þessa frv. og samnings sem að baki þess er er í 6. gr. frv. Ég hef um það að segja að mér finnst gæta misvægis milli bænda og sláturleyfishafa. Bændur verða að bíða allt að þremur árum eftir að skerðingaráhrif frv. koma til með að birtast í tekjum þeirra. Sláturleyfishafar þurfa einskis að bíða með að kaupa sig undan skerðingum. Ég hefði talið betra úrræði að bændur fengju strax rétt til að framselja greiðslumark.