Fjárlög 2000

Þriðjudaginn 05. október 1999, kl. 17:22:21 (57)

1999-10-05 17:22:21# 125. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 125. lþ.

[17:22]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson smeygði sér fram hjá því að svara því sem ég spurði aðallega um. Hann notaði þann tíma sem hann hafði til að svara til annars en að koma með skýringar. Ég taldi upp þá hópa sem ég tel að virkilega þurfi að veita liðsinni í þessu samfélagi. Engin svör komu við því en honum gefst tækifæri til þess að svara því nú.

Herra forseti. Ég mun ekki leggja minn haus að veði. Ég sagði í dag að í núverandi fjárlagatillögur vantaði a.m.k. tvo milljarða miðað við reksturinn á þessu ári. Það skal ég standa við og við skulum koma okkur saman um hvað við leggjum undir í því máli --- en ekki minn haus.