Fjárlög 2000

Þriðjudaginn 05. október 1999, kl. 17:33:56 (64)

1999-10-05 17:33:56# 125. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 125. lþ.

[17:33]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hæstv. forseta að því hvað honum finnst um þau vinnubrögð að hér sé mjög vanur þingamður að misnota þær reglur um fundarsköp sem settar eru á Alþingi, koma hér í andsvörum með einhverja ræðu sem er gjörsamlega óskyld efni ræðumannsins. Vitandi vits að vera misnota aðstöðu sína til að þykjast vera í einhverjum andsvörum við mig. Ekki eitt einasta atriði sem hún fór með í ræðu sinni var neitt viðkomandi því sem ég hef verið að tala um hér.

Ég bið hæstv. forseta að athuga þetta, hvort hann vill láta það líðast eða hvort menn eiga að fara að nota þetta almennt, þ.e. að banka hér eftir hvern ræðustúf og koma svo með einhverja ræðu út og suður eða hvernig sem það er, austan við sól eða sunnan við mána, allt eftir því sem menn langar til að tala um.

(Forseti (GuðjG): Andsvör eiga að sjálfsögðu að beinast að ræðu síðasta ræðumanns.)