Aðgerðir til að vinna gegn áhrifum loftslagsbreytinga

Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 14:51:26 (485)

1999-10-13 14:51:26# 125. lþ. 8.7 fundur 31. mál: #A aðgerðir til að vinna gegn áhrifum loftslagsbreytinga# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 125. lþ.

[14:51]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vildi kannski aðeins draga þetta mál lengra varðandi orkunotkunina í sjávarútveginum. Þetta er náttúrlega hluti af stjórn fiskveiða og við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði leggjum áherslu á að fiskveiðin sé stunduð á þann hátt að sem best nýting sé á orkunni og leggjum þess vegna áherslu á strandveiðar, frá ströndunum sjálfum. Ég vil líka benda á fiskvinnsluna sjálfa. Hún er hluti af þessu. Ég held að það hljóti að vera áhyggjuefni og vil fara þess á leit við hæstv. sjútvrh. að hann taki líka með þá miklu orkunotkun sem fer í þá gífurlegu landflutninga á fiski landshornanna á milli sem hlýtur að vera hluti af þessu dæmi.