Umræða um byggðamál

Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 15:40:05 (503)

1999-10-13 15:40:05# 125. lþ. 8.95 fundur 65#B umræða um byggðamál# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það er vel við hæfi að ræða byggðamál á Alþingi, slík er alvara þess máls og ég tel að við ættum að gera það sem oftast. Hins vegar vil ég vekja athygli á því að umræða um byggðamál fór fram í gær. Það er þingmál í umræðunni sem var til umræðu á síðasta þingfundi.

(Forseti (GuðjG): Forseti fær ekki séð að þessi ræða fjalli um fundarstjórn forseta.)

Herra forseti. Utandagskrárumræða er nauðsynleg þegar málið er það brýnt að ekki er unnt að koma því á dagskrá. En málið var á dagskrá og er hægt að setja það á dagskrá hvenær sem er því að umræðunni lauk ekki í gær heldur var frestað. Mér finnst þeirri umræðu um byggðamál, sem fram fór í gær og mun halda áfram, lítill sómi sýndur með því að fleyga hana með utandagskrárumræðu þar sem að ræðutími er mjög knappur og síðan fá þingmenn ákúrur fyrir það að taka ekki til máls þegar þeir komast ekki að vegna forms umræðunnar sem er auðveldlega hægt að gera í þeirri umræðu um byggðamál sem yfir stendur í þinginu.